spot_img
HomeFréttirÞórir Guðmundur og Nebraska lutu í lægra haldi fyrir Indiana Hoosiers

Þórir Guðmundur og Nebraska lutu í lægra haldi fyrir Indiana Hoosiers

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers töpuðu í nótt fyrir Indiana Hoosiers í bandaríska háskólaboltanum, 84-76. Huskers það sem af er tímabili unnið fjóra leiki, en tapað átta.

Á 11 mínútum spiluðum í leik næturinnar komst Þórir ekki á blað í stigaskorun þar sem hann tók ekki skot í leiknum, en hann skilaði tveimur fráköstum. Næsti leikur Huskers er komandi fimmtudag 14. janúar gegn IllinoisFighting Illini.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -