Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og félagar hans í Nebraska Cornhuskers unnu McNeese Cowboys í fyrsta leik tímabils síns í bandaríska háskólaboltanum í kvöld, 55-102. Var stigatala liðsins sú hæsta sem að liðið hefur náð síðan að Fred Hoiberg tók við liðinu árið 2019.
Þórir var í byrjunarliði Huskers í kvöld og skoraði 8 stig, tók 2 fráköst gaf stoðsendingu og stal bolta. Það er skammt stórra högga á milli hjá liðinu þessa dagana, en annað kvöld leika þeir gegn Nevada Wolf Pack