spot_img
HomeFréttirÞórir Guðmundur hetja Nebraska er skólinn heiðraði hann á Senior Night

Þórir Guðmundur hetja Nebraska er skólinn heiðraði hann á Senior Night

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers lögðu í gærkvöldi lið Minnesota Golden Gophers í bandaríska háskólaboltanum, 74-78. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn undir lokin, en það var Þórir sem sökkti tveimur vítum sem voru síðustu stig Nebraska og í raun ísuðu viðureignina.

Nebraska eftir leikinn í 14. sæti Big Ten deildarinnar með 6 sigra og 17 töp það sem af er tímabili.

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir 10 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Leikur næturinnar var svokallaður “Senior Night” þar sem að þeir leikmenn sem að eru að klára skólann eru heiðraðir. Þórir Guðmundur var einn af þeim leikmönnum sem þar um ræddi og birti skólinn þessa þakkaræðu hans á samfélagsmiðlum fyrir leikinn.

Þá fékk hann einnig skemmtilegar kveðjur frá Íslandi:

Næsti leikur Nebraska er komandi þriðjudag 2. mars gegn Rutgers Scarlet Knights.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -