spot_img
HomeFréttirÞórir Guðmundur duglegur að mata liðsfélaga sína gegn Iowa

Þórir Guðmundur duglegur að mata liðsfélaga sína gegn Iowa

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers máttu þola stórt tap fyrir sterku liði Iowa Hawkeyes í nótt í bandaríska háskólaboltanum, 64-102. Nebraska eru eftir leikinn í 14. sæti Big Ten deildarinnar með sjö sigra og átján töp það sem af er tímabili.

Þórir Guðmundur var í byrjunarliði Nebraska í leiknum. Á 27 mínútum spiluðum skilaði hann tveimur stigum, fimm fráköstum, fimm stoðsendingum og stolnum bolta. Aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppni Nebraska þetta tímabilið, en í síðasta leik mæta þeir Northwestern Wildcats komandi sunnudag 7. mars.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -