Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers máttu þola stórt tap fyrir sterku liði Iowa Hawkeyes í nótt í bandaríska háskólaboltanum, 64-102. Nebraska eru eftir leikinn í 14. sæti Big Ten deildarinnar með sjö sigra og átján töp það sem af er tímabili.
Þórir Guðmundur var í byrjunarliði Nebraska í leiknum. Á 27 mínútum spiluðum skilaði hann tveimur stigum, fimm fráköstum, fimm stoðsendingum og stolnum bolta. Aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppni Nebraska þetta tímabilið, en í síðasta leik mæta þeir Northwestern Wildcats komandi sunnudag 7. mars.