Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers máttu þola tap fyrir ZZ Leiden í öðrum leik undanúrslitaeinvígis BNXT deildarinnar í Hollandi, 79-89.
Landstede höfðu áður tapað fyrsta leik seríunnar og er ZZ Leiden því með 2-0 forystu, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast áfram.
Á rúmum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 14 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stoðsendingum.
Þriðji leikur Þóris og Landstede gegn ZZ Leiden er á dagskrá þann 14. maí.