Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap gegn Bretlandi í síðasta leik riðlakeppni Evrópumótsins í Konya í Tyrklandi, 66-82. Ísland verður því í fjórða sæti riðils síns, en næst munu þær leika um sæti 9 til 16 á mótinu.
Fréttaritari Körfunnar í Konya ræddi við þær Söru Logadóttur og Þóeyju Þorleifsdóttur um leikinn gegn Bretlandi og hvernig þær undirbúi sig fyrir fyrsta leik í umspili, sem á dagskrá er komandi fimmtudag 22. ágúst.