Framherjinn Þóranna Kika-Hodge Carr heldur vestur um haf fyrir næsta tímabil og mun leika fyrir Iona Gaels í Metro Atlantic hluta efstu deildar bandaríska háskólaboltans.
Þóranna hefur alla tíð leikið fyrir uppeldisfélag sitt í Keflavík þar sem hún hefur meðal annars verið mikilvægur hlekkur í tveimur bikarmeistaratitlum og einum Íslandsmeistaratitil. Á síðasta tímabili skilaði hún 9 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum á 27 mínútum spiluðum að meðaltali í leik.