spot_img
HomeFréttirÞóranna og Iona Gaels töpuðu seinni leiknum gegn Manhattan

Þóranna og Iona Gaels töpuðu seinni leiknum gegn Manhattan

Þóranna Kika Hodge Carr töpuð seinni leik helgarinnar gegn Manhattan Lady Jaspers í bandaríska háskólaboltanum í kvöld, 44-48, en þeim fyrri töpuðu þær í gær, 64-48. Leikirnir tveir þeir fyrstu sem þær leika síðan 2. janúar. Gaels eftir leikinn í 6. sæti MAAC deildarinnar með fjóra sigra og sjö töp það sem af er vetri.

Þóranna var í byrjunarliði liðsins í leiknum. Á 13 mínútum spiluðum komst hún ekki á blað í stigaskorun, en skilaði tveimur fráköstum. Næsti leikur Gaels er gegn Faifield Stags þann 17. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -