spot_img
HomeFréttirÞóranna og Iona Gaels komnar aftur af stað eftir 42 daga hlé

Þóranna og Iona Gaels komnar aftur af stað eftir 42 daga hlé

Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap í kvöld fyrir Manhattan Lady Jaspers í bandaríska háskólaboltanum, 48-64. Leikurinn var sá fyrsti sem þær spiluðu síðan 2. janúar vegna Covid-19. Gaels í 6. sæti MACC deildarinnar eftir leik kvöldsins með 4 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Á 9 mínútum spiluðum skilaði Þóranna 2 stigum, 4 fráköstum og vörðu skoti. Gaels mæta Lady Jaspers í öðrum leik annað kvöld.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -