Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap í kvöld fyrir Manhattan Lady Jaspers í bandaríska háskólaboltanum, 48-64. Leikurinn var sá fyrsti sem þær spiluðu síðan 2. janúar vegna Covid-19. Gaels í 6. sæti MACC deildarinnar eftir leik kvöldsins með 4 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.
Á 9 mínútum spiluðum skilaði Þóranna 2 stigum, 4 fráköstum og vörðu skoti. Gaels mæta Lady Jaspers í öðrum leik annað kvöld.