Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels léku loks í dag í bandaríska háskólaboltanum eftir að síðustu fjórum leikjum þeirra hafði annaðhvort verið frestað eða þeim aflýst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, en í þessum fyrsta leik síðan 24. nóvember máttu þær þola níu stiga tap fyrir Monmouth Hawks, 64-55.
Það sem af er tímabili hafa Gaels unnið tvo leiki og tapað fjórum.
Á 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna tveimur stigum og frákasti.
Næsti leikur Þórönnu og Gaels er þann 22. desember gegn Marist Red Foxes.
