Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels lögðu í kvöld lið Rider Broncs í bandaríska háskólaboltanum, 41-56. Leikurinn sá fyrsti sem Gaels vinna í vetur, en áður höfðu þær tapað fjórum.
Þóranna setti fjögur stig af bekknum í leik kvöldsins, en hún setti niður bæði vítin sem hún tók í leiknum, sem og eina skotið af vellinum. Gaels leika næst komandi þriðjudag 22. desember gegn Sacred Heart Pioneers