Þóranna Kika Hodge Carr frá Keflavík var valin í úrvalslið U16 kvenna á Norðurlandamótinu í Solna í dag. Þóranna var iðulega atkvæðamest í stigaskori liðsins auk þess sem hún var oftar en ekki duglega að taka sóknarfráköst. Hún leiddi U16 stúlkurnar í stigaskori með 14 stig að meðaltali í leik og einnig í sóknarfráköstum með 2,2 í leik. Þóranna var einnig með hæsta framlag leikmanna íslenska U16 liðsins eða 15,0 að meðaltali í leik.
Hún var ekki ein valin í úrvalslið á mótinu því Kári Jónsson, leikmaður U18 liðs karla var einnig valinn í úrvalslið mótsins í sínum flokki.
Það eru fleiri afrekskonur í þessu liði því Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR) var þriðja frákastahæsti leikmaðurinn á mótinu í U16 kvenna.
Myndir: Margrét Sturlaugsdóttir