spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÞóra Kristín stórkostleg er AKS Falcon tryggði sig í úrslitaeinvígið

Þóra Kristín stórkostleg er AKS Falcon tryggði sig í úrslitaeinvígið

Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon tryggðu sig í dag áfram í úrslitaeinvígi um danska meistaratitilinn með öðrum sigri gegn BMS Herlev 78-92.

Í úrslitunum mun liðið mæta sigurvegara einvígis Amager og SISU, en staðan hjá þeim er 1-1 og þarf því oddaleik til að skera úr um hvort liðið það verður.

Þóra Kristín var besti leikmaður Falcon í dag með 26 stig, 4 fráköst og 2 stolna bolta á 33 mínútum spiluðum.

Ástrós Lena hafði hægt um sig sóknarlega, en skilaði frákasti, stoðsendingu og 2 vörðum skotum á 15 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -