Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon lögðu BMS Herlev örugglega í kvöld í fyrsta leik úrslitaeinvígis dönsku úrvalsdeildarinnar, 90-52.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 10 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn, en næsti leikur einvígis liðanna er komandi laugardag 15. apríl.