Þóra Kristín Jónsdóttir og AKS Falcon máttu þola sitt fyrsta tap á tímabilinu í dag er liðið laut í lægra haldi gegn Aabyhöj eftir framlengdan leik, 74-69.
Þrátt fyrir tapið er AKS í efsta sæti deildarinnar með níu sigra og eitt tap eftir fyrstu tíu umferðirnar.
Þóra Kristín skilaði ágætis framlagi í leiknum, en á um 35 mínútum spiluðum var hún með 19 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
Næsti leikur Þóru og AKS er þann 26. janúar gegn BMS Herlev.