Ísland laut í lægra haldi gegn Tyrklandi í Izmit í kvöld í fimmta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.
Eftir leikinn er Ísland með einn sigur og fjögur töp, en lokaleikur undankeppninnar er 9. febrúar næstkomandi gegn Slóvakíu í Bratislava. Tyrkland, reyndar líkt og fyrir leik, eru efsta í riðlinum með fimm sigra og ekkert tap.
Þóra Kristín Jónsdóttir átti flottan leik fyrir Ísland í dag, skilaði 10 stigum og 3 fráköstum á 31 mínútu spilaðri í leiknum.