Sigurganga Þóru Kristínar Jónsdóttur og AKS Falcon í dönsku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld er liðið lagði BMS Herlev nokkuð örugglega, 80-55.
AKS eru eftir leikinn sem áður í efsta sæti deildarinnar, taplausar eftir fyrstu níu leiki tímabilsins.
Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 14 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Næsti leikur Þóru Kristínar og AKS er þann 23. janúar gegn SISU.