Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Noreg í dag í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 85-86. Liðið endaði í sjötta sæti mótsins þetta árið, en liðið vann einn leik og tapaði fjórum.
Karfan spjallaði við Thor Grissom leikmann Íslands eftir leik í Södertalje, en hann var að leika sína fyrstu leiki fyrir Ísland á mótinu.