spot_img
HomeFréttirÞór Þ. - UMFG: Þór getur farið langt á gremjunni

Þór Þ. – UMFG: Þór getur farið langt á gremjunni

Benóný Harðarson er Grindvíkingur í gegn en þarf að lempa þá ást þessi dægrin enda nýráðinn íþróttafulltrúi körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Hann mun þó engu að síður fylgjast grannt með gangi mála í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og silfurlið Þórs úr Þorlákshöfn mætast á nýjan leik en þessi tvö lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.
 
,,Leikurinn verður að mínu mati barátta tveggja góðra liða, Þórsarar eru ekki búnir að gleyma rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, þeir eiga harma að hefna og vilja gera það strax í fyrsta leik en annars finnst mér erfitt er að rýna í þennan leik,” sagði Benóný en flestir þekkja hann þó sem Bensó.
 
,,Tvö góð lið en þónokkuð breytt, tvö bestu varnarliðin í fyrra en virðast þó vera að spila öðruvísi í ár. Grindvíkingar hafa fengið mörg stig á sig í fyrstu leikjunum en eru að skora mikið, eru greinilega með fleiri og betri skyttur en í fyrra. Þórsarar eru að mínu viti ekki með eins sterka útlendinga eins og í fyrra en geta þó farið langt á gremjunni að hafa tapað baráttunni um Suðurstrandarveginn síðasta vor. Sjálfur verð ég staddur á lesstofu Háskóla Íslands auðvitað að fylgjast með á live statt
lokatölur 108-99 fyrir Grindavík.”
 
Þá bendum við einnig á að leikurinn verður í beinni á Sporttv.is
  
Fréttir
- Auglýsing -