Þór Þorlákshöfn hefur gengið frá samningum við tvo erlenda leikmenn fyrir næstu leiktíð í Dominos deild karla. Þetta eru þeir Nick Tomsick og Joe Tagatelli sem munu leika með Þórsurum.
Króatíski leikstjórnandinn Nick Tomsick hefur spilað í Króatíu, Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi síðustu ár. Hann var í Fort Lewis háskólanum í Bandaríkjunum. Nick getur spilað báðar bakvarðarstöðurnar og er 1,86 cm.
Bandaríkjamaðurinn Joe Tagarelli leikur stöðu miðherja og lék á Englandi á síðustu leiktíð. Hann var annar frákastahæstur í deildinni með 10 fráköst að meðaltali í leik og var með 18,6 stig að meðaltali í leik. Joe er 1,97 cm að hæð og spilaði með Quincy háskólanum.
Þórsarar hafa misst sterka leikmenn frá síðustu leiktíð en þeir Snorri Hrafnkelsson og Ólafur Helgi Jónsson hafa yfirgefið félagið. Ragnar Örn Bragason er snúinn aftur í höfnina og þá er Baldur Þór Ragnarsson tekinn við liðinu.