spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞór Þ gerði góða ferð á Egilsstaði

Þór Þ gerði góða ferð á Egilsstaði

Höttur mætti Þór frá Þorlákshöfn í MVA höllinni er liðin léku í 20. umferð Dominos deildarinnar. Fyrir leikinn var Höttur í 11. sæti deildarinnar og í baráttu fyrir lífi sínu í deildinin. Þór Þ voru hinsvegar í baráttunni um 2. sæti ásamt stjörnunni með 26 stig. Þórsarar mættu með fullskipað lið en Hattarmenn voru án Matej Karlovic sem hefur lokið leik á tímabilinu vegna meiðsla. Fyrri leik liðanna unnu Þórsarar í jöfnum leik en Hafnarbúar gáfu þá í og lokuðu leiknum með 97-89 sigri.

Gangur leiksins:

Mikill hraði var í upphafi leiks en gæðin fylgdu ekki með. Bæði lið voru með mikið af töpuðum boltum en mikið jafnræði var á liðunum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 17-18. Segja má að eftir það hafi Þórsarar gefið í. Þeir unnu annan leikhlutann örugglega og enduðu hann til að mynda með 13-2 áhlaupi. Staðan var 32-51 þegar liðin héldu til búningsklefa í hálfleik.

Hattarmenn náðu ágætum áhlaupum í þriðja leikhluta og munnkuðu muninn í mest 4 stig. Þórsarar gerðu vel að svara öllum áhlaupum og hleypa Hattarmönnum aldrei nær. Þannig hélt það út leikinn þar sem Þór hélt alltaf ró sinni í áhlaupum Hattar og gerðu sitt til að sigla 85-100 sigri.

Atkvæðamestir:

Há Þórsurum var Styrmir Snær Þrastarson öflugur að vanda með 10 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar og þá var Larry Thomas með 16 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Egilsstaðabúum voru það Michael Mallaroy sem var með 27 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem var með 15 stig og 3 fráköst.

Hvað næst?

Þórsarar eru enn í öðru sæti deildarinnar en Stjarnan missteig sig í kvöld og eru því sigri frá þeim. Næsti leikur Hafnarbúa er slagurinn um Þórs-nafnið er liðið fær nafna sína frá Akureyri í heimsókn.

Höttur situr í 11 sæti deildarinnar eftir kvöldið í kvöld en liðið mætir Haukum sem eru fyrir neðan þá í deildinni í næstu umferð. Sá leikur fer fram fimmtudaginn 6. maí og er alveg ljóst að þar verður barist til síðasta blóðdropa.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun: Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -