spot_img
HomeFréttirÞór Þ. dregur sig úr keppni í Lengjubikar

Þór Þ. dregur sig úr keppni í Lengjubikar

Þór Þorlákshöfn hefur hætt keppni í Lengjubikarnum og einbeitir sér að æfingaleikjum fram að Dominosdeildinni.
 
“Þegar við ákváðum að taka þátt í Lengjubikar síðastliðið vor var uppi á borðinu hjá KKÍ að vera með tvöfalda umferð og síðan breyttist það,” tjáði talsmaður KKD Þórs Þorlákshafnar Körfunni.is fyrir stuttu. “Tveir af þremur þessara áætluðu leikdaga hentuðu tveimur lykilleikmönnum okkar mjög illa og var því ákveðið að draga sig úr keppni.”
 
Talsmaður Þórs nefndi einnig að þjálfari liðsins væri að skipuleggja æfingaleiki fyrir liðið sem henti dagskrá þess betur.
 
Þór Þorlákshöfn endaði í sjötta sæti Dominosdeildarinnar á síðustu leiktíð en Grindavík sendi þá í sumarfrí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
 
Fréttir
- Auglýsing -