Gangur leiks eftir leikhlutum: 19-17 / 21-18 (42:35) 17-21 / 9-10 lokatölur 88-89
Segja má með sanni að leikmenn beggja lið hafi lagt allt í sölurnar þegar Þór og Höttur mættust í íþróttahöllinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn betur fyrstu mínúturnar og þeir enduðu leikinn betur og uppskáru eins stigs sigur í framlengdum leik. Í raun hefðu úrslitin geta fallið hvoru megin sem var en lukkan var í með gestunum og stigin tvö þeirra.
Gestirnir skoruðu fyrstu sig leiksins og þeir leiddu fram í miðjan fyrsta leikhluta 7-8 en þá komst Þór yfir og leiddu allt fram í miðjan annan leikhluta með 3-7 stigum en Höttur komst yfir 28-29 þegar annar leikhlutinn var hálfnaður. Þá bættu Þórsarar í og komust yfir og höfðu sjö stiga forskot í hálfleik 42-35.
Í þriðja leikhluta var Þór mun sterkara liðið framan af og náði um tíma 8-10 stiga forskot en gestirnir bættu þá jafn harðan í og hleyptu Þórsurum ekki lengra fram úr sér.
Þegar fjórði leikhlutinn hófst höfðu gestirnir minnkað muninn í fjögur stig 61-57 og spennustigið tekið að hækka.
Lokafjórðungurinn var jafn og spennandi og náði hámarki á lokamínútunni því þegar um mínúta lifði leiks leiddi Þór með 4 stigum 78-74. Allt gat gerst. Það var svo Pranas Skurdauskas sem jafnaði leikinn 78-78 þegar 5 sekúndur voru til leiksloka. Þórsurum tókst ekki að knýja fram sigurkörfu á þeim stutta tíma og framlenging staðreynd.
Gestirnir fengu óskabyrjun í framlengingunni og eftir um tveggja mínútna leik höfðu þeir skorað 6-0 og staðan 78-84. Þórsarar tóku þá við sér og þegar um 20 sekúndur voru eftir að framlengingunni komst Þór yfir 87-86 og allt ætlaði um koll að keyra. David Guardia kom svo gestunum yfir með körfu þegar 8 sekúndur voru eftir af leiknum og Þór tók leikhlé í stöðunni 87-88. Þrátt fyrir ágætis tilraun tókst Þór ekki að nýta sér þennan tíma og gestirnir frá Egilsstöðu fögnuðu eins stigs sigri 87-88.
Eftir leiki kvöldsins er Hamar eitt á toppi deildarinnar með 8 stig en Þór, Fjölnir og Höttur eru í 2.- 4. sæti deildarinnar með 6 stig hvert.
Sem fyrr þá var Damir Mijic stigahæstur Þórs í kvöld með 29 stig og hann tók ennfremur 13 fráköst. Larry Thomas var með 26 stig og 7 fráköst. Pálmi Geir 9 stig og 4 fráköst, Kristján Pétur 6 stig sem og Ingvi Rafn var ennfremur með 10 fráköst og 12 stoðsendingar. Þá voru þeir Bjarni Rúnar og Júlíus Orri með 5 stig hvor og Sindri Davíð með 1 stig.
Hjá Hetti var David Guardia með 23 stig 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Charles Clark 22 stig, Andrée Fares 14 stig og 8 fráköst, Sigmar Hákonarson 9 stig, Hreinn Gunnar 8 stig, Pranas Skurdauskas 7 stig og 13 fráköst, Brynjar Snær 3 stig og Ásmundur Hrafn 2 stig.
Tölfræði leiks
Í næstu umferð sækja Þórsarar topplið Hamars heim og fer sá leikur fram í Hveragerði 9. nóvember. Höttur sækir í sömu umferð lið Fjölnis heim og fer sá leikur fram 16. nóvember.
Viðtöl:
Umfjöllun, myndir, viðtöl / Páll Jóhannesson