spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÞór lagði Stjörnuna í uppgjöri nýliða á Akureyri - Fyrsti leikur heimakvenna...

Þór lagði Stjörnuna í uppgjöri nýliða á Akureyri – Fyrsti leikur heimakvenna í efstu deild í 45 ár

Nýliðar Þórs lögðu nýliða Stjörnunnar í kvöld í Höllinni á Akureyri í fyrstu umferð Subway deildar kvenna.

Leikurinn var sá fyrsti sem Þór leikur í efstu deild í 45 ár, en eftir að hafa endað í 2. sæti fyrstu deildarinnar var þeim boðið að fara upp með Stjörnunni vegna fjölgunnar í efstu deild.

Þórsarar leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda, en eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í fyrri hálfleiknum hleyptu þær Stjörnunni vel inní leikinn í seinni hálfleiknum. Undir lokin náðu þær þó að setja fótinn aftur á bensíngjöfina og uppskáru að lokum 9 stiga sigur, 67-58.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Madison Anne Sutton með 13 stig, 21 frákast og 4 stoðsendingar. Fyrir Stjörnuna var Denia Davis- Stewart best með 15 stig og 6 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -