spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞór hóf titlvörn sína með sigri á Grindavík í Icelandic Glacial Höllinni

Þór hóf titlvörn sína með sigri á Grindavík í Icelandic Glacial Höllinni

Íslandsmeistarar Þórs lögðu Grindavík í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita Subway deildar karla. Þór því komnir með 1-0 yfirhöndina í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit.

Fyrir leik

Þessi lið mættust tvisvar í vetur í deildinni og unnu bæði á útivelli. Báðir nokkuð jafnir leikir. En gárungarnir segja Grindavík hafa tak á Þórsurum sem hafa ekki tapað fyrsta leik í úrslitakeppni í mörg ár.

Hjá þór eru allir heilir fyrir utan að Ragnar snéri sig á mánudaginn og verður ekki með í kvöld.

Hjá Grindavík ættu allir að vera með. í síðasta leik hvíldu Ivan og E.Clark og ekki vitað með stöðuna nema talað um hásin hjá E.Clark.

Gangur leiks

Heimamenn byrja betur og ná strax 7-0 forystu. Grindvíkingar eru stirðir og fátt gengur upp sóknar og varnarlega í byrjun 4 tapaðir boltar gefur góða mynd af því . En þeir gulu ná sér svo á strik og leikurinn er í járnum eftir fyrsta leikhluta en Grindvíkingar yfir staðan Þór 23-26 Grindavík. Þór 3 af 10 í þristum og Grindavík 4 af 7 í fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta eru menn komnir í úrslitalkeppnisgír. Harka kominn í leikinn þó eru Þórsarar frekar soft Grindvíkingar búnir að tapa boltaanum 10 sinnum en eru samt 5 stigum yfir í hálfleik staðan Þór 45-50 Grindavík.

Hjá Þór er Daniel með 15 stig 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Og Þórs liðið 4 af 17 í þriggja. Glynn og Luciano með 9 stig saman í fyrri hálfleik. Hjá Grindavík er Ivan með 16 stig og 5 fráköst og 100% nýtingu. Grindavík hefur tapað 10 boltum og þar af E.C með 5 af þeim.

Orkan er meiri Grindavíkurmegin í upphafi seinni hálfleiksins en hjá Þór er bæði Glynn og Masarelli ekki að skila sínu í stgaskori. En Þór vinnur samt leikhlutann með 3 stigum. Staðan 68-70.

Óli hittir sínum fyrsta þrist í fjórða leikhluta. Liðin eru hnífjöfn en Grindavík leiðir. Luciano jafnar þegar 4:30 eru eftir.78-78 og E:C fær U. Virðist sem Lárus sé búin að koma því inn hjá sínum mönnum að það sé úrslitakeppni í gangi því baráttan er allt önnur. Þórsarar nýta sér að Grindavík skiptir mikið á skrínum sem endar í að EC er komin með Ron undir körfuna og ræður illa við hann. Leikurinn endar 93-88 fyrir Þór.

Atkvæðamestir

Þór átti Ronaldas sennilega sinn besta leik í vetur 36 framlag 22 stig og 15 fráköst.

Grindavík var Ivan með 27 stig 9 fráköst

Eftir leik

Grindavík tapaði mikið af boltum í leiknum og EC með 7 tapaða bolta af 14 hjá Grindavík. Hjá Þór vantaði Glynn og Masarelli í stigaskorið.

Hvað svo?

Næst leikur verður í Grindavík á laugardaginn kl 19:15.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)

Fréttir
- Auglýsing -