Þór frá Þorlákshöfn sigraði Hauka í öðrum undanúrslitaleik Lengjubikarkeppni karla fyrr í kvöld í Iðu á Selfossi, með 83 stigum gegn 82. Þórsarar eru því komnir í úrslit keppninnar, en í úrslitaleiknum munu þeir leika gegn Stjörnunni. Sem í fyrri undanúrslitaleiknum sigruðu heimamenn í FSU.
Fyrri hálfleikur leiksins var jafn og spennandi. Þar sem að, þó um eiginlegt undirbúningstímabil sé að ræða, bæði lið virtust ætla að selja sig dýrt fyrir dolluna. Eftir fyrsta leikhlutann hafði Þór fjögurra stiga forskot, 26-22 að loknum þeim 1. og þegar flauta dómara gall í hálfleik var það forskot komið í 6 stig, 48-42.
Fyrir Þór var það nýr leikmaður þeirra (sem kom frá ÍR síðastliðið vor), Ragnar Örn Bragason sem að var atkvæðamestur í þessum fyrri hálfleik með 12 stig og 4 fráköst, á meðan að fyrir Haukana var það nýr erlendur leikmaður þeirra, Stephen Michael, sem að dróg vagninn með 8 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar.
Eftir hlé virtist mikið af þeirri sömu baráttu og hafði verið uppi í fyrri hálfleiknum ekki aðeinshalda áfram, heldur harðna til muna. Á tímabili voru þjálfarar, dómarar og leikmenn beggja lið farnir að spila frekar harðan leik meðfram því að öskra hvorn á annan. Þriðji leikhlutinn endaði með 4 stiga sigri Hauka og staðan því orðin, enn jafnari, 70-68 fyrir Þór og allar líkur á fjörugum lokaleikhluta.
Sá fjórði var allur, eins og þeir á undan, í járnum. Allt til endans, en til þess að gera langa sögu stutta. Þá voru lokamínútur leiksins spennandi og Þór fór með eins stigs sigur af hólmi og afþví er virtist, lenti það frekar þeirra megin heldur en að hitt liðið hafi kastað neinu frá sér, þeir hafi sótt það eða að dómararnir hafi verið með einhverja óeðlilega tilburði (þvert á móti stóðu þeir sig með glans þennan leikinn).
Lokakarfan (sem dugði þó ekki) kom frá Finni Atla Magnússyni (Haukum) þegar að rúm mínúta lifði eftir leiks, 83-82 og sjálf sigurkarfan kom heilum 2 mínútum fyrir leikslok frá Ragnari Nat.
Skemmtilegur og spennandi leikur sem vannst með 1 stigi þar sem að liðin klúðruðu (samanlagt) 7 síðustu skotum leiksins.
Maður leiksins var leikmaður Þórs, Þorsteinn Már Ragnarsson, en hann skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar (ásamt því að spila fantavörn) á þeim tæpu 37 mínútum sem hann spilaði í leik kvöldsins.
Hægt var að fylgjast með snappi körfunnar af leiknum undir notendanafninu karfan.is á Snapchat.
Leikurinn var í beinni útsendingu hjá SportTv.
Snapchat, myndir, viðtöl, & umfjöllun / Davíð Eldur, Bára Dröfn & Elín Lára