Þór hefur samið við litháann Andrius Globys um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Globys er 25 ára gamall og spilar sem framherji/miðherji.
Í sumar samdi leikmaðurinn við 1. deildarlið Fjölnis en þegar til kom fann leikmaðurinn sig ekki og rifti samningi við liðið og er nú komin til Þórs.
Globys er eins og áður hefur komið fram 25 ára gamall 201 cm hár framherji/miðherji og síðustu ár lék hann í NKL deildinni í Litháen. Á síðasta tímabili skilaði hann 12 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.