spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞór áfram í 16 liða úrslit Geysisbikarsins

Þór áfram í 16 liða úrslit Geysisbikarsins

Snæfellingar fengu Þór frá Þórlákshöfn í heimsókn í dag. Þórsarar nýkomnir úr erfiðum leik á móti Stjörnunni og greinilega staðráðnir í að bæta fyrir sinn leik. Leikurinn var liður í 32ja liða úrslitum Geysisbikarsins. Það voru gestirnir úr Þorlákshöfn sem stóðu uppi sem sigurvegarar, unnu leikinn með 29 stigum, 61-90 og eru því komnir áfram í 16 liða úrslitin

Byrjunin

Eins og oft í bikarkeppninni er kraftur í liðinu sem er lægra skrifað í byrjun, sú varð raunin í dag. Hólmarar byrjuðu með krafti og þá sérstalega í sókninni. Vörnin var nokkuð opin hjá báðum liðum í byrjun. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-24 fyrir gestina. Það verður að minnast á flott innkomu Dawid Einars í lið Snæfells, krafturinn og baráttan er eitthvað sem allir liðsmenn Snæfells ættu leika eftir.

Ekki mikið um það að segja

Leikurinn var svo sem ekki mikið augnakonfekt eftir fyrsta leikhlutann en liðin náðu augljóslega að æfa vissa hluti sóknar- og varnarlega fyrir komandi átök. Þórsarar náðu að bæta í hægt og rólega með því að mæta leikstjórnendum Snæfells ofarlega og loka vel á vængina. Heimamenn skoruðu aðeins fimm stig í leikhlutanum og segir það allt um ákafa Þórsara í vörninni.

Lífið heldur áfram

Þessi leikur var ágætur til þess að sjá 1. deildarlið spila á móti úrvalsdeildarliði. Liðin eru á svipuðum stað í sínum deildum. Það verður því að segja að það er nokkuð stórt stökk upp úr 1. deildinni í Dominosdeildina. Það er hins vegar fullvíst að bæði liðin eiga eftir að sýna sitt rétta andlit í deildum sínum.

Helstu punktar

  • Liðin töpuðu samtals 43 boltum í leiknum
  • Snæfell tóku 38 fráköst í leiknum þar af 14 í sókn
  • Ungir of efnilegir leikmenn beggja liða fengu dýrmæta reynslu

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Upptaka af leiknum:

 

Umfjöllun / Gunnlaugur Smárason

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson

Fréttir
- Auglýsing -