19:54
{mosimage}
Randers Cimbria sem Helgi Freyr Margeirsson og Matthías Rúnarsson hefur sagt bandarískum þjálfara sínum, Howard Frankel, upp og hefur aðstoðarmaður hans, Flemming Stie, tekið við. Flemming Stie lék fyrir nokkrum árum með Tindastóli og svo Bakken bears undir stjórn núverandi þjálfar Snæfells, Geoff Kotila. Seinna varð Flemming svo aðstoðarmaður Kotila.
Ástæður uppsagnarinnar eru sagðar peningaskortur en liðið telur sig þurfa að losa sig undan launagreiðslum og taldi stjórnin að besta lausnin væri að losa sig við þjálfarann. Frankel tók við liðinu fyrir síðasta tímabil en þá hafði liðið verið í botnbaráttu í nokkur ár, þeir urðu í 7. sæti í fyrra og eru nú í því 4. og komnir í undanúrslit í bikar. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið betur geta lesið nánar um það í Randers Amtsavis.
Liðið lék sinn fyrsta leik eftir brottreksturinn í dag gegn botnliði Horsens BC á útivelli og sigraði 91-75. Helgi Freyr lék ekki með í dag vegna anna í námi og Matthías er enn meiddur.
Mynd: Basketligaen.dk