Aðalþjálfari körfuknattleiksliðs kvenna við Liberty háskólans var í heimsókn hér á Íslandi í liðinni
viku til að hitta nýja leikmenn skólans næsta haust, Elísabeth Ýr og Emmu Sóldísi ásamt því að sjá
leiki í Subway deild kvenna. Carey Green kom til landsins ásamt eiginkonu sinni til í seinustu viku
til að sjá tvo leiki með Haukum og hitta þær Emmu og Elísabeth sem nýlega skrifuðu upp á
íþróttastyrk við þennan fyrnasterka 1. deildar háskóla.
Liberty endaði nýafstaðið tímabil með 24 sigrum og 9 tapleikjum. Skólinn mun keppa í öllum
íþróttum í stærri og öflugri deild næsta tímabil, Conference USA deildinni sem er talin um 10
sterkasta deildin Bandaríkjunum í fyrstu deild. Af þekktum íþróttmönnum sem hafa spilað með
Liberty háskólanum er Seth Curry, leikmaður Brooklyn Nets í NBA og yngri bróðir Stephen Curry.
Það er mikið hvalreki að fyrir körfuboltann að fá svona reyndan og virtan þjálfara hingað til lands.
Green þjálfari var aðstoðarþjálfari hjá Clemson í 12 ár áður en hann tók við stöðu aðalþjálfara
Liberty árið 1999. Green þjálfari var hrifin af þeim ungu leikmönnum sem hann sá í Subway deild
kvenna á meðan dvöl hans stóð. Þau hjónin voru ánægð með heimsóknina, ekki síst það sem
Ísland hefur upp á bjóða á ferðamannastöðum eins og Bláa lónið og Gullna hringnum svo eitthvað
sé nefnt. Það er mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta að byggja upp sambönd eins og þessi sem
koma leikmönnum og þjálfurum hér heima til góða og breiða út orðspor körfunnar um jákvæða
þróun hér heima í Bandaríkjunum.