spot_img
HomeFréttirÞjálfari fyrstu Íslandsmeistaranna látinn

Þjálfari fyrstu Íslandsmeistaranna látinn

Bandaríkjamaðurinn James H. Wahl sem, ásamt landa sínum Gene Croley, þjálfaði Íslandsmeistara Íþróttafélags Keflavíkurflugvallar (ÍKF) á fyrsta Íslandsmótinu 1952, er látinn 93 ára að aldri.

Wahl fæddist í Dale í Indiana fylki í Bandaríkjunum þann 27. október 1931. Eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla gekk hann í bandaríska sjóherinn og var að endingu sendur til Íslands. Meðfram hermennsku sinni á Íslandi þjálfaði hann bæði Bandaríkjamenn og Íslendinga í körfubolta á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal lið ÍKF sem í dag er betur þekkt sem Njarðvík.

Eftir að veru Wahl á Íslandi fór hann aftur til Bandaríkjana og kláraði háskólanám sitt. Hann þjálfaði hann menntaskólalið í Ferdinand í Indiana fylki í nokkur ár áður en hann tók við starfi skólastjóra Northeast Dubois menntaskólans þar sem hann starfaði í 25 ár.

Wahl lést 16. janúar síðastliðinn á hjúkrunarheimili í Ferdinand.

Fréttir
- Auglýsing -