Eddy Casteels þjálfari Belgíu var að vonumángæður með sigur sinna manna á Íslandi í undankeppni Eurobasket 2017.
„Við spiluðum vel varnarlega í þrjátíu mínútur. Fengum svo á okkur 25 stig í öðrum leikhluta gegn liði sem er mjög sóknarþenkjandi en vinnur vel í vörninni. Við klúðruðum nokkrum opnum skotum og eigum nóg inni en sigur er sigur.“ sagði Casteels á blaðamannafundi eftir leik.
„Við breyttum aðeins í hálfleik. Aðlöguðum okkur varnarlega og bættum leik okkar. Töluðum um að halda einbeitingu og mættum ekki slaka á í nokkrar mínútur því þá getum við misst þetta úr okkar höndum. Við héldum uppi hraðanum í seinni hálfleik, það er alveg sama hversu hæfileikaríkir þeir eru. Þeim tekst ekki að halda í við hraðann á leiknum og það er það sem við gerðum.“
„Í smáatriðum þá var sem dæmi að Vincent Kesteloot tók stjórn á leikmanni númer 24 (Haukur Helgi) í seinni hálfleik var lykilatriði fyrir okkur. Fengum sterka leikmenn af bekknum sem tókst að loka á það sem Ísland gerði vel í fyrri hálfleik.“