spot_img
HomeFréttirÞjálfari Ársins - Mike D'Antoni

Þjálfari Ársins – Mike D’Antoni

 

Nú er NBA tímabilinu að ljúka og því ekki úr vegi að veita verðlaun. Á næstu dögum mun Karfan.is heiðra nokkra einstaklinga sem hafa skarað fram úr í þeim hefðbundnu flokkum sem verðlaunað er fyrir í NBA deildinni. Margt kemur til álita þegar að svona verðlaun eru veitt en til grundvallar liggur aðallega gildismat þess sem þetta skrifar.

 

 

Þjálfari Ársins: Mike D’Antoni – Houston Rockets

 

Það er eiginlega engin spurning hver þjálfari ársins er. Það er Pringles sjálfur, Mike D’Antoni. Hann tók við Houston liði sem var í vandræðum og búnir að losa sig við sinn næst besta leikmann eftir erfitt tímabil í fyrra þar sem þeir enduðu 41-41.

 

Mike gjörbreytti leikstíl liðsins, fyllti liðið af skyttum og lét James Harden einfaldlega fá lausan tauminn til þess að keyra sókn þar sem hraði og þriggja stiga skot eru einkunnarorðin.  Það hefur heldur betur borgað sig og eru Houston með eitt al-frambærilegasta sóknarlið deildarinnar, Harden er líklegur MVP og leikmenn sem var búið að afskrifa eins og Eric Gordon hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga.

 

Houston Rockets munu klára tímabilið með um 67% vinningshlutfall og það er nóg til þess að tryggja sér nafnbótina þjálfari ársins frá okkur hér á Karfan.is. Hann verður væntanlega ánægður með það.

 

 

2. sæti: Brad Stevens – Boston Celtics

Brad Stevens hefur gert frábæra hluti með Celtics lið sem er ágætlega mannað en ekki frábært. Ungir leikmenn Celtics hafa algerlega keypt það sem Stevens er að selja og munu ljúka tímabilinu í 2. Sæti austurdeildarinnar. Frábær árangur.

 

3. sæti: Quin Snyder – Utah Jazz

Eyðimerkurgöngu Jazz-manna er lokið, liðið á leiðinni í úrslitakeppnina þar sem þeir munu mæta Los Angeles Clippers. Snyder hefur búið til frábært varnarlið sem getur á góðum degi unnið hvaða lið sem er.

Fréttir
- Auglýsing -