spot_img
HomeFréttirÞjálfararnir vilja fleiri leiki í kvennaboltanum

Þjálfararnir vilja fleiri leiki í kvennaboltanum

 
Á ársþingi Körfuknattleikssamband Íslands árið 2007 var samþykkt að breyta keppnisfyrirkomulaginu í efstu deild kvenna. Horfið var frá því umhverfi að leika fjögurra liða úrslitakeppni strax að lokinni deildarkeppni í að skipta upp deildinni í A og B riðil á miðju tímabili. Þá voru tvö efstu liðin að lokinni riðlakeppni látin sitja hjá og lið 3-6 leika í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Mönnum hefur orðið tíðrætt um núverandi fyrirkomulag og sitt sýnist hverjum. Nú gengur í garð lokaspretturinn í deildarkeppninni og skammt að bíða úrslitakeppninnar. Því ekki úr vegi að kanna hug þjálfaranna sem stjórna liðunum í Iceland Express deildinni til núverandi keppnisfyrikomulags.
Karfan.is setti sig í samband við alla þjálfarana í úrvalsdeild kvenna og markmiðið var að reyna að endurspegla hug þjálfaranna til núverandi fyrirkomulags sem langt er komið á sitt annað tímabil. Eitt voru allir sammála um og það var að allir þjálfarar í deildinni vildu fleiri leiki og flestir vildu sjá 10 liða deild.
 
Fréttir
- Auglýsing -