spot_img
HomeFréttirÞjálfaranámskeið á Króknum

Þjálfaranámskeið á Króknum

Í tengslum við körfuboltabúðir Tindastóls, verður haldið þjálfaranámskeið með þeim fjórum erlendu þjálfurum sem starfa í búðunum sjálfum, auk Borce Ilievski yfirþjálfara Tindastóls.

 

Námskeiðið hefst föstudaginn 10. júní og lýkur seinni part laugardagsins 11. júní.

Kostnaður við námskeiðið er kr. 12.000. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er fæði; kvöldverður föstudag og morgunverður, hádegisverður, kaffi og kvöldverður á laugardag.
Bent er á Hótel Tindastól og Hótel Varmahlíð og Hótel Miklagarð vegna gistimöguleika, en vegna mikilla bókana á gististöðum í Skagafirði þessa helgi, bjóðum við einnig upp á gistingu í skólastofu, þar sem þátttakendur þurfa þá að taka með sér dýnu og svefnpoka. Það skal tekið fram að gistingin er í sama húsnæði og maturinn er framreiddur og íþróttahúsið er áfast skólanum og innangengt þar á milli.
 
Tímarammi námskeiðsins liggur fyrir, en það mun hefjast kl. 16 föstudaginn 10. júní og standa til kl. 22. Laugardaginn 11. júní mun það hefjast kl. 9 og standa til kl. 18.
 
Þess má geta að námskeiðið telur inn í fræðsluáætlun KKÍ og verður listi yfir þátttakendur sendur inn á skrifstofu KKÍ að námskeiði loknu.
 
Skráning á námskeiðið fer fram í gegn um netfangið [email protected].
 
Leiðbeinendur á námskeiðinu
Viðfangsefni þjálfaranna:
Luigi Gresta
• Spacing, situations and rules in the construction of offense play.
• Different ways of running a pick and roll.
 
Perry Hunter
• Organization of practices at Henryville high school.
• Motion-offense.
 
Goran Miljevic
• Transition from offense to defense.
• Man to man defense basic principles on half court.
 
Israel Martín
• Offense against zone.
• 1-3-1 zone defense.
 
Borce Ilievski
• Fast break into early offense.
• Defense from indirect screens.
 
 
Nánar um búðirnar á heimasíðu Tindastóls
Fréttir
- Auglýsing -