Sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 20. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Skráning fer fram á Sportabler hér
Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka. Þeir sem ekki hafa skráð sig áður í Sportabler þurfa að búa til nýjan aðgang undir „Nýr notandi“.
Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460- 1467 & 863-1399 og/eða á [email protected]
Dæmi um svör frá nemendum í fjarnámi ÍSÍ þegar þeir voru spurðir út í helstu kosti námsins:
„Faglegt og gott námsefni, þverfagleg nálgun á þjálfun og gott samband inn í íþróttagreinar” „Lærdómsríkt, skemmtilegt og nytsamlegt”
„Gott aðgengi að kennara og vel útskýrt námsefni”
„Hellings fróðleikur um þjálffræði”
„Mjög gott að geta stundað flott nám í fjarnámi”
„Vel skipulagt og skýr verkefnaviðmið og leiðsögn”
„Mér fannst það ýta undir gagnrýna hugsun og kenndi mér ýmislegt hagnýtt sem hefur nýst mér í þjálfarastarfinu”
„Góðir kennarar og vel valið efni”
„Farið vel yfir langflesta þætti sem snúa að þjálfun”
„Kemur með kunnáttu/þætti sem margir íþróttamenn hafa ekki vitneskju um en eru gríðarlega mikilvægir”
„Það er alhliða og hefur ólíkar nálganir”
„Vel skipulagt og skýr áætlun”
„Gott skipulag, gott kennsluefni og kennarinn er fljótur til svars þegar maður þurfti hjálp“ „Mjög margir, get ekki þulið þá alla upp“