Grindvíkingar eru með 18 stig á toppi Domino´s deildar karla eftir öruggan sigur á Tindastól í gærkvöldi. Tiltölulega snemma varð ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi. Íslandsmeistararnir skörtuðu tveimur nýjum leikmönnum í gær í þeim Ryan Pettinella og Daníel Guðna Guðmundssyni.
Byrjunarlið Grindavíkur: Jóhann Árni Ólafsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Þorleifur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Byrjunarlið Tindastóls: Drew Gibson, Helgi Freyr Margeirsson, George Valentine, Helgi Hrafn Viggosson og Ingvi Rafn Ingvarsson.
Lítið var um spennu í viðureign Grindavíkur og Tindastóls. Grindvíkingar hófu leikinn og komust í 7-0. Eftir það jókst stigamunurinn hægt og bítandi og var staðan orðin 29-12 í enda leikhlutans. Leikurinn hélt áfram í sama farinu þó Grindvíkingar náðu ekki að auka muninn um nema 2 stig. Í hálfleik var staðan orðin 49-30.
Í þriðja leikhluta náði Tindastóll að minnka muninn í 15 stig en það varði stutt og komust Grindvíkingar 21 stigi yfir. Leikhlutinn endaði í tölunum 66-45.
Tindastólsmenn náðu að minnka muninn minnst niður í 12 stig og það í 4. leikhluta. En Grindavík var alltaf öruggt með sigur. Leikurinn endaði í tölunum 89-74
Allir leikmenn liðanna tóku þátt í leiknum og eru Grindvíkingar komnir með mjög sterkan bekk eftir að hafa fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn. Þeir stóðu sig með prýði í kvöld og var Sverrir Þór Sverrisson ánægður með framlag þeirra. Ryan Pettinella kom inná um miðjan 1. leikhluta og er hann alltaf sami jaxlinn. Setti hann niður 6 stig (þrjú lay-up) en komu þau öll í 2. leikhluta. Daníel Guðni Guðmundsson kom inná í 2. leikhlutanum og stjórnaði liði Grindavíkur vel þrátt fyrir að hafa ekki sett niður nein stig.
Stigahæstir fyrir Grindavík voru Samuel Zeglinski með 19 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar, Aaron Broussard var með 18 stig og 13 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 12 stig og 8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson var með 10 stig og Þorleifur Ólafsson með 9 stig.
Stigahæstir fyrir Tindastól voru George Valentine með 20 stig og 14 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson var með 15 stig, 10 fráköst og fór útaf með 5 villur þegar hálf mínúta var eftir, Ingvi Rafn Ingvarsson var með 15 stig.
Mynd úr safni – Zeglinski var stigahæstur hjá Grindavík í gær.
Umfjöllun/ Jenný Ósk