spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta eru þjóðirnar sem þegar hafa tryggt sig á lokamót EuroBasket -...

Þetta eru þjóðirnar sem þegar hafa tryggt sig á lokamót EuroBasket – Bætist Ísland í hópinn í kvöld?

Íslenska landsliðið kom til Ungverjalands í gær til þess að leika gegn heimamönnum kl. 17:00 í dag í næst síðasta leik undankeppni EuroBasket 2025. Leikur dagsins verður í beinni útsendingu kl. 17:00 á RÚV, en Stofan mun hefjast fyrir leik kl. 16:30.

Fari svo að Ísland vinni leikinn eru þeir öruggir með farmiða á lokamótið sem fram fer í Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og á Kýpur í lok ágúst.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Á lokamótið fara 24 sterkustu þjóðir undankeppninnar, en fyrir leik kvöldsins hafa aðeins 10 lið tryggt sér þátttökurétt. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið hafa þegar tryggt sér sæti á lokamótinu.

Slóvenía, Ísrael, Ítalía, Tyrkland, Serbía og Litháen hafa öll tryggt sér þátttökurétt í gegnum undankeppnina. Þá hafa Pólland, Finnland, Lettland og Kýpur tryggt þátttökurétt sinn sem þjóðirnar sem halda mótið.

Fjórtán þjóðir eiga þá eftir að tryggja sig á mótið, en takist Íslandi það ekki með sigri í kvöld hafa þeir aðra möguleika á að innsigla farseðilinn, s.s. með því að vinna Tyrkland á sunnudaginn í Laugardalshöllinni.

Fréttir
- Auglýsing -