Hamar/Þór tryggði sig síðast liða inn í undanúrslit VÍS bikarkeppni kvenna með sigri gegn Ármanni í Laugardalshöll í kvöld, 65-94.
Leikurinn var sá síðasti í átta liða úrslitunum, en í gær tryggðu sig áfram Þór Akureyri með sigri gegn Haukum, Njarðvík með því að leggja Tindastól og Grindavík sem vann lið Stjörnunnar.
Undanúrslitin eru hluti af bikarviku KKÍ, en þá verða undanúrslit leikin dagana áður en úrslitaleikurinn fer svo fram. Undanúrslitin fara fram 18. og 19. mars í Smáranum og úrslitaleikir karla og kvenna verða síðan laugardaginn 22. mars.
Liðin sem verða í undanúrslitum VÍS bikas kvenna: Þór Akureyri, Hamar/Þór, Njarðvík og Grindavík