Sex leikir fóru fram í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla í kvöld. Í þeim tryggðu sig áfram Keflavík, Álftanes, Tindastóll, Snæfell, Breiðablik
Í gær fóru fram þrír leikir og í þeim komust Grindavík, Njarðvík og Valur tryggðu sig áfram í 16 liða úrslitin.
Haukar, Sindri, Þór Þ., Höttur, Stjarnan, KR og KV sátu hjá þegar dregið var í 32 liða úrslitin og eru því sjálfkrafa komin í 16 liða pottinn sem dregið verður úr komandi miðvikudag.
Í pottinum þegar dregið verður:
Grindavík, Njarðvík, Valur, Haukar, Sindri, Þór Þ., Höttur, Stjarnan, KR, KV, Keflavík, Álftanes, Tindastóll, Snæfell, Breiðablik og Selfoss.
Úrslit kvöldsins
VÍS bikar karla – 32 liða úrslit
Hamar 85 – 101 Keflavík
Þór Akureyri 71 – 113 Álftanes
ÍA 81 – 107 Tindastóll
Selfoss 94 – 91 Fjölnir
Laugdælir 65 – 113 Breiðablik
Skallagrímur 63 – 74 Snæfell