spot_img
HomeBikarkeppniÞetta eru liðin sem mætast í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar

Þetta eru liðin sem mætast í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar

Nú í hádeginu var dregið í undanúrslitum VÍS bikarkeppni karla- og kvenna í höfuðstöðvum VÍS í Ármúla.

Líkt og hefð er fyrir voru á svæðinu fulltrúar liða sem taka þátt í undanúrslitunum og munu viðtöl við einhverja þeirra birtast á Körfunni með deginum.

Bikarvikan er á dagskrá 18. til 23 mars í Smáranum í Kópavogi, en þá eru ásamt leikjum meistaraflokka á dagskrá bikarúrslit fjölda yngri flokka.

Í meistaraflokki verður leikið dagana 18. og 19. mars 2025 en svo fer úrslitaleikurinn fram 22. mars.

Eftirfarandi lið mætast í 4-liða úrslitum,

VÍS bikar kvenna

4-liða úrslit kvenna · Leikið þriðjudaginn 18. mars.

Kl. 17:15  Njarðvík – Hamar/Þór 

Kl. 20:00  Grindavík – Þór Akureyri

VÍS bikar karla

4-liða úrslit karla · Leikið miðvikudaginn 19. mars. 

Kl. 17:15  KR – Stjarnan

Kl. 20:00  Keflavík – Valur

Fréttir
- Auglýsing -