Dregið var í hádeginu í 32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið drógust saman, þar sem fyrra liðið er það er mun leika heimaleik í umferðinni. Gert er ráð fyrir að leikirnir fari fram 20.-21. október næstkomandi.
Alls voru 25 lið skráð til leiks og því var dregið í níu viðureignir.
Hamar – Keflavík
Þór Ak. – Álftanes
ÍA – Tindastóll
Selfoss – Fjölnir
Laugdælir – Breiðablik
ÍR – Valur
Ármann – Njarðvík
Skallagrímur – Snæfell
KR b – Grindavík
Haukar, Sindri, Þór Þ., Höttur, Stjarnan, KR og KV sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.
Alls eru 16 lið skráð til leiks í VÍS bikar kvenna og verður því ekki leikið í 32 liða úrslitum. Lið sem skráð eru þar eru Aþena, Ármann, Fjölnir, Grindavík, Hamar/Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík ,Selfoss, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur og Þór Ak.