spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta eru liðin sem Ísland mætir á EuroBasket 2025

Þetta eru liðin sem Ísland mætir á EuroBasket 2025

Dregið var í riðla á EuroBasket 2025 við hátíðlega athöfn í Riga í Lettlandi.

Vitað var fyrir dráttinn að Ísland myndi leika sína leiki í og með Póllandi, en sökum styrkleikaflokka var einnig ljóst að með Íslandi og Póllandi yrði í riðil Slóvenía.

Hérna eru fréttir af EuroBasket 2025

Dráttur dagsins tók þónokkurn tíma, en þar var meðal annars kynntur keppnisbolti og lukkudýs. Hér fyrir neðan má sjá hvaða þjóðir munu leika saman í D riðil keppninnar í Katowice í Póllandi.

D riðill: Pólland, Slóvenía, Ísland, Belgía, Ísrael og Frakkland

Á heimasíðu keppninnar er hægt að sjá hina riðlana

Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september.

Pólverjar setja miðasöluna í gang á næstu dögum, en þar verða Íslendingar með forkaupsrétt á ákveðnum fjölda miða.

Fréttir
- Auglýsing -