Íslenska karlalandsliðið mætir Úkraínu á morgun í öðrum leik sínum í forkeppni Ólympíuleika 2024.
Leikurinn er annar af þremur sem liðið mun leika í Istanbúl á fjórum dögum, en í gær töpuðu þeir fyrir heimamönnum í Tyrklandi í fyrsta leiknum á meðan að Úkraína lagði Búlgaríu. Samkvæmt skipulagi mótsins þarf liðið að vera í efstu tveimur sætum riðils síns til þess að eiga þess kost að leika undanúrslit og síðan úrslitaleik um sæti í undankeppninni.
Annar leikur mótsins er gegn Úkraínu kl. 15:00 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV. Hérna er hægt að sjá hverjir það eru sem leika fyrir Íslands hönd á morgun og hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Úkraínu.
Lið – félagslið:
Pavio Krutous – Budivelnyk
Vyacheslav Bobrov – Budivelnyk
Viacheslav Kravtsov – Hestia Menorca
Andrii Voinalovych – Prometey
Igor Chumakov – KB Rahoveci
Vlacheslav Petrov – Prometey
Artem Pustovyi – Obradoiro CAB
Olexandr Mishula – Kervanos BC
Illya Tyrtyshnyk – Budivelnyk
Vitaliy Zotov – Budivelnyk
Oleksandr Kovilar – BC Kalev/Cramo
Um er að ræða þokkalega sterkan hóp hjá Úkraínu á þessu móti þó í hann vanti NBA leikmenn þeirra. Flestir eru þeir á mála hjá liðum í heimalandinu, en tveir þeirra eru á Spáni. Í framlengda sigri þeirra í gær gegn Búlgaríu skilaði liðið nokkuð jafnri frammistöðu, þar sem bakvörðurinn Oleksandr Kovliar var stigahæstur með 25 stig, Artem Pustovyi og Pavio Krutous honum næstir með 11 stig hvor, en í heild voru 6 leikmenn þeirra með 10 eða fleiri framlagsstig í leiknum.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil