spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er tyrkneska liðið sem Ísland mætir kl. 16:00 í dag

Þetta er tyrkneska liðið sem Ísland mætir kl. 16:00 í dag

Ísland mætir Tyrklandi kl. 16:00 í dag í Izmit í næst síðasta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.

Það sem af er keppni hefur íslenska liðið unnið einn leik og tapað þremur. Allir fjórir leikir liðsins hafa þó verið nokkuð spennandi, en í fyrri leik Íslands gegn Tyrklandi í Ólafssal voru þær nálægt því að fara með sigur af hólmi.

Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum

Í þeim leik var það Thelma Dís Ágústsdóttir sem dró vagninn fyrir Ísland með 20 stigum á tæpri 70% skotnýtingu, en henni næsta í leiknum voru Birna Valgerður Benónýsdóttir með 11 stig og Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 10 stig.

Á dögunum kynnti Tyrkland 12 leikmanna hóp sinn fyrir sína síðustu tvo leiki í undankeppninni, en allar leika þær í nokkuð sterkri tyrkneskri deild. Fyrir leikina er tyrkneska liðið þegar búið að tryggja sig áfram, en þær hafa unnið alla fjóra leiki sína í keppninni til þessa.


Hérna er heimasíða mótsins

Í fyrri leiknum í Ólafssal voru Quanitra Hollingsworth, Goksen Fitik, Ayse Cora og Tilbe Senyurek allar með 10 stig eða meira fyrir Tyrkland. Í hóp Tyrklands eru þær allar nema Quanitra Hollingsworth, en hún var atkvæðamest þeirra í fyrri leiknum.

Tyrkneska liðið er þó gríðarlega sterkt, en samkvæmt styrkleikalista FIBA eru þær 8. sterkasta lið Evrópu. Á sama lista er Ísland í 32. sæti.

Hópur Tyrklands:

Fréttir
- Auglýsing -