spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er riðill Íslands í undankeppni EuroBasket 2025

Þetta er riðill Íslands í undankeppni EuroBasket 2025

Dregið var í undankeppni EuroBasket 2025 í höfuðstöðvum FIBA í Þýskalandi.

EuroBasket lokamótið verður haldið á Kýpur, í Finnlandi, Lettlandi og Póllandi og úrslitin verða í Lettlandi í kjölfarið. Með góðum árangri í undankeppni HM síðastliðin tvö ár tryggði Ísland sér sæti beint í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2024, en leikið verður í gluggum 9.-27. febrúar og 18.-26. nóvember 2024 og síðan 17.-25. febrúar 2025 og verða leiknir tveir leikir í hverjum landsliðsglugga.

Fyrir dráttinn var Ísland í sjöunda styrkleikaflokki ásamt Bretlandi, Svíþjóð og Makedóníu en samkvæmt skipulagi var liðið því í riðli með liðum úr öðrum, þriðja og sjötta styrkleikaflokki.

Í drættinum drógst Ísland með Ítalíu, Tyrklandi og Ungverjalandi, en leikið verður heima og heiman þar sem þrjú efstu lið riðilsins munu tryggja sig áfram á lokamótið.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af drættinum:

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -