spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Þetta er liðið sem mætir Ungverjalandi kl. 17:00 í dag - Ná...

Þetta er liðið sem mætir Ungverjalandi kl. 17:00 í dag – Ná strákarnir að tryggja sig á EuroBasket?

Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely í kvöld í næst síðasta leik undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrir leik kvöldsins er Ísland í nokkuð góðri stöðu, en sigur eða tap með 4 stigum eða minna tryggir liðið á lokamótið sem fram fer í lok ágúst á Kýpur, í Finnlandi, Póllandi og Lettlandi.

Hérna er heimasíða mótsins

Fari svo að Ísland nái ekki í sigur í kvöld er ekki öll von úti, en til þess að Ísland komist ekki á lokamótið þarf liðið bæði að tapa í kvöld, sem og gegn Tyrklandi komandi sunnudag heima í Laugardalshöll á meðan Ungverjaland þarf að vinna báða leiki sína.

Leikur dagsins verður í beinni útsendingu kl. 17:00 á RÚV, en Stofan mun hefjast fyrir leik kl. 16:30.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket 2025

Fyrir leikina tvo valdi Ísland 13 leikmanna æfingahóp. Þeir 12 sem verða í liði Íslands í kvöld eru hér fyrir neðan, en fyrir utan liðið í þessum leik er Kári Jónsson.

Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir

Elvar Már Friðriksson – Maroussi Basketball Club – 72 leikir

Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir

Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir

Jón Axel Guðmundsson – Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir

Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir

Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir

Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir

Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir

Styrmir Snær Þrastarson – Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir

Tryggvi Hlinason – Bilbao Basket – 67 leikir

Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðaþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson

Fréttir
- Auglýsing -