Ísland hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 með leik kl. 19:30 gegn Ungverjalandi í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn er fyrri tveggja sem fram fara í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er komandi sunnudag 25. febrúar gegn Tyrklandi í Istanbúl. Uppselt hefur verið í einhvern tíma á leik kvöldsins, en hann, líkt og leikurinn á sunnudag, mun vera í beinni útsendingu á RÚV.
16 leikmanna hópur var valinn fyrir leikina tvo, en samkvæmt reglum geta aðeins 12 leikmenn verið á skýrslu í hvorum leik. Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn það verða sem leika í kvöld gegn Ungverjalandi.
12 leikmanna hópur gegn Ungverjalandi
Elvar Már Friðriksson – PAOK
Hilmar Smári Henningsson – Bremerhaven
Jón Axel Guðmundsson – Alicante
Kristinn Pálsson – Valur
Kristófer Acox – Valur
Martin Hermansson – Alba Berlin
Orri Gunnarsson – Swans Gmunden
Sigurður Pétursson – Keflavík
Styrmir Snær Þrastarson – Belfius Mons
Tryggvi Snær Hlinason – Bilbao Basket
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – Tindastóll
Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan