spot_img
HomeFréttirÞetta er liðið sem mætir Úkraínu í dag í öðrum leik forkeppni...

Þetta er liðið sem mætir Úkraínu í dag í öðrum leik forkeppni Ólympíuleikanna – Í beinni útsendingu á RÚV kl. 15:00

Íslenska karlalandsliðið mætir Úkraínu kl. 15:00 í dag í beinni útsendingu á RÚV í öðrum leik sínum í forkeppni Ólympíuleika 2024. Fyrsta leik mótsins töpuðu þeir fyrir heimamönnum í Tyrklandi í gærkvöldi, en samkvæmt skipulagi mótsins þarf liðið að vera í efstu tveimur sætum riðils síns til þess að eiga þess kost að leika undanúrslit og síðan úrslitaleik um sæti í undankeppninni.

Leikir Íslands í riðlakeppni mótsins í Tyrklandi:

12. ágúst / Tyrkland 99 – 72 Ísland

13. ágúst gegn Úkraínu

15. ágúst gegn Búlgaríu

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna er lið Úkraínu

Möguleikar Íslands á að tryggja sér farmiða á Ólympíuleikana í París

Hér fyrir neðan eru þeir 12 leikmenn sem verða í liði Íslands í leik dagsins.

Nafn · Lið (skráð hjá KKÍ) · Landsleikir

Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 66

Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 12

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 28

Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 29

Orri Gunnarsson · Haukar · 3

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 14

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 63

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 31

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 12

Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 61

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 25

Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 83

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -