Ísland mætir Tyrklandi kl. 16:00 í dag í Izmit í næst síðasta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Það sem af er keppni hefur íslenska liðið unnið einn leik og tapað þremur. Allir fjórir leikir liðsins hafa þó verið nokkuð spennandi, en í fyrri leik Íslands gegn Tyrklandi í Ólafssal voru þær nálægt því að fara með sigur af hólmi.
Leikur dagsins er annar tveggja í þessum síðasta glugga keppninnar, en sá seinni er gegn Slóvakíu ytra þann 9. febrúar næstkomandi. Í leikina tvo fór íslenska liðið með 12 leikmanna hóp og því er víst hvaða 12 leikmenn það verða sem fylla skýrslu liðsins í kvöld.
Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum
Lið Íslands:
Anna Ingunn Svansdóttir – Keflavík 12 leikir
Agnes María Svandsdóttir – Keflavík 4 leikir
Dagbjört Dögg Karlsdóttir – Valur 22 leikir
Danielle Rodriquez – Fribourg 2 leikir
Diljá Ögn Lárusdóttir – Stjarnan 8 leikir
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir – Hamar/Þór 4 leikir
Eva Wium Elíasdóttir – Þór Akureyri 4 leikir
Kristrún Ríkey Ólafsdóttir – Hamar/Þór – Nýliði
Sara Rún Hinriksdóttir – Keflavík 30 leikir
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík 22 leikir
Þóra Kristín Jónsdóttir – Haukar 35 leikir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir – Haukar 8 leiki
Ísland mætir Tyrklandi komandi fimmtudag 6. febrúar í beinni útsendingu á RÚV kl. 15:50